fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Staðfestir endurkomu Ronaldo – „Það er ekkert erfitt fyrir mig“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. október 2022 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo verður í leikmannahópi Manchester United er liðið tekur á móti Sheriff í Evrópudeildinni á morgun. Erik ten Hag, stjóri liðsins staðfestir það.

Ronaldo snéri aftur til æfinga í gær. Ronaldo strunsaði á þá út af Old Trafford áður en leik lauk í 2-0 sigri Manchester United á Tottenham. Portúgalinn var ónotaður varamaður í leiknum. Þó bárust fregnir af því síðar að hann hafi neitað að koma inn á sem varamaður í leiknum.

Hann var settur út úr hóp vegna þess og fékk hvorki að æfa né vera með gegn Chelsea um helgina.

„Cristiano verður í hóp á morgun, Raphael Varane verður ekki og verður frá fram að HM í Katar,“ sagði Ten Hag en varnarmaðurinn meiddist gegn Chelsea um helgina.

„Það er ekkert erfitt fyrir mig að taka Ronaldo inn aftur, við svöruðum þessum spurningum. Hann var ekki með í einn leik og kemur svo aftur inn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli