fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Ræddu ótrúlegan leik – „Það var dómarahneyksli eins og þau gerast best“

433
Sunnudaginn 23. október 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude nýr þjálfari Vestra í Lengjudeild karla var gestur í íþróttavikunni hjá Benna Bó á Hringbraut á föstudagskvöld.

Davíð hefur síðustu ár unnið magnað starf hjá Kórdrengjum og komið liðinu upp úr neðstu deild upp í næst efstu deild. Eftir gott starf þar ákvað hann að taka skrefið til Vestra á Ísafirði.

Davíð hefur náð langt á stuttum tíma en Kórdrengir hófu leik í deildarkeppni á Íslandi 2017. Þá var liðið hársbreidd frá því að komast upp.

„Ég held að það hafi verið bara um mitt fyrsta tímabil í fjórðu deildinni, þá fannst mér ég hefði einhver verkfæri sem ég gæti nýtt mér í þessu. Þá byrjar maður að hugsa, ég sá kannski ekki þessa vegferð,“ sagði Davíð þegar hann var spurður um það hvenær hann hafi hugsað um að hella að sér fullri alvöru í þjálfun.

„Sem betur fórum við ekki upp á því tímabili, ég lærði mjög mikið af því.“

Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs rifjaði þá upp fyrsta tímabil Kórdrengja. „Það er einn ótrúlegasti leikur sem ég hef séð þegar Kórdrengir á fyrsta tímabili voru flautaðir úr leik í undanúrslitum gegn KH. Það var dómarahneyksli eins og þau gerast best,“ sagði Hörður sem var á vellinum.

„Hann var á Hlíðarenda, það var rangstöðumark sem var aldrei rangstaða og vítaspyrna. Það voru rosa margir á vellinum.“

Davíð tók undir þetta. „Við fengum send myndbönd, maður upplifir oft á hliðarlínunni að það sé allt á móti manni og svo kemur maður heim og kíkir yfir tölfræði og sér að maður að það var kannski ekki þannig. Þarna fékk maður þetta á myndbandi svart á hvítu, við vorum flautaðir úr leik.“

Klippu af þessu má sjá hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Endar Jordan Pickford í London í sumar?

Endar Jordan Pickford í London í sumar?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld
433Sport
Í gær

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
433Sport
Í gær

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið
Hide picture