fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Rússneskur leiðtogi óttast úkraínska málaliða – Þeir kalla okkur „rashister“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. október 2022 05:45

Úkraínskur hermaður í fremstu víglínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kirill Stremousov, er einn þeirra sem Rússar hafa sett í embætti leiðtoga í hinu hernumda Kherson-héraði í Úkraínu.  Hann segir að Úkraínumenn séu að verða uppiskroppa með hermenn í suðurhluta landsins.

Þetta sagði hann í gærmorgun i samtali við Radio Krym að sögn The Guardian. Hann sagðist telja að mórallinn hjá úkraínsku hersveitunum sé slæmur og fari versnandi. „Ég trúi ekki að það séu 60.000 hermenn í hersveitunum í suðri. Þeir eru í mesta lagi 30.000,“ sagði hann.

Hann sagði að úkraínsku hersveitirnar séu „ekki í standi til að brjótast í gegnum varnarlínurnar“ og að stór hluti hermannanna séu ekki bardagafærir hermenn. „Það eru margir málaliðar. Maður þekkir þá í talstöðinni á orðinu „Rússar“ því það kalla Úkraínumenn okkur ekki. Þeir segja „rashister“, „orkar“,“ sagði Stremousov.

Orðið „rashister“ vísar til ákveðins forms rússnesks fasisma sem lýsir pólitískri hugmyndafræði sem hefur sett mark sitt á Rússland síðan Vladímír Pútín komst til valda um aldamótin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“