fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Pressan

Loftslagsvandinn gerði þurrkana á norðurhveli í sumar 20 sinnum líklegri

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. október 2022 11:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklir þurrkar voru á norðurhveli jarðar í sumar og höfðu mikil áhrif á uppskeru og raforkuframleiðslu og juku þannig áhrif orkukreppunnar og bættu í skort á matvælum.

Loftslagsvandinn, sem við glímum við, gerði að verkum að líkurnar á þurrkum sumarsins voru tuttugu sinnum meiri en ella. Þetta hafa vísindamenn reiknað út að sögn The Guardian. Niðurstaða þeirra er að ef  hnattræn hlýnun af mannavöldum væri ekki til staðar þá myndu þurrkar af þessu tagi eiga sér stað einu sinni á hverjum fjögur hundruð árum að meðaltali.

Þurrkarnir höfðu áhrif á uppskeru og orkuframleiðslu og juku á vandann við matvælaframleiðslu og rafmagnsframleiðslu  sem var þegar til staðar vegna stríðsins í Úkraínu.

Vísindamennirnir vara við því að þurrkar verði enn verri og algengari ef ekki verði hætt að nota jarðefnaeldsneyti.

Þurrkarnir í sumar voru aðallega afleiðing hitabylgna sem herjuðu á Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Minni úrkoma skipti ekki eins miklu máli.

Vísindamennirnir segja að sumar, eins heitt og 2022, hefði verið „svo að segja útilokað“ ef hnattræn hlýnun hefði ekki komið til. Þeir segja einnig að í Evrópu hafi 24.000 dauðsföll verið afleiðing hitanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofsahræðsla greip um sig eftir stórfurðulega hegðun flugfarþega

Ofsahræðsla greip um sig eftir stórfurðulega hegðun flugfarþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðmálið sem heltók Robert Redford og fjölskyldu hans er enn óleyst

Morðmálið sem heltók Robert Redford og fjölskyldu hans er enn óleyst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðalag til Ítalíu breyttist í martröð fyrir grunlausan ferðamann

Ferðalag til Ítalíu breyttist í martröð fyrir grunlausan ferðamann