fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Stærri en sá sem gerði út af við risaeðlurnar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. október 2022 07:30

Teikning af árekstri loftsteins við jörðina. Mynd/Teikning/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nærri Jóhannesarborg í Suður-Afríku er Vredefort-gígurinn. Þetta er stærsti gígur sinnar tegundar í heiminum en hann myndaðist við árekstur loftsteins. Þvermál hans er rúmlega 250 kílómetrar.

Loftsteinn skall þarna niður fyrir tveimur milljörðum ára. Út frá nýjum mælingum og reiknilíkönum hafa vísindamenn við Rochester háskólann í Bandaríkjunum reiknað út að gígurinn hafi verið 250 til 280 km í þvermál á sínum tíma. Þar með er gígurinn sá stærsti á jörðinni.

Videnskab skýrir frá þessu og segir að þetta þýði að loftsteinninn hafi verið 20 til 25 km í þvermál og að hraði hans hafi verið allt að 20 km á sekúndu.

Áður var talið að Vredefort-loftsteinninn hafi verið 15 km í þvermál og hafi verið á 15 km hraða á sekúndu þegar hann skall á jörðinni. Það hefði þýtt að hann hefði myndað gíg, sem væri um 172 km í þvermál, við áreksturinn.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda einnig til að höggþunginn við áreksturinn hafi verið miklu meiri en við árekstur loftsteinsins sem gerði út af við risaeðlurnar fyrir 66 milljónum ára og myndaði Chicxulub-gíginn í Mexíkó. Talið er að þvermál hans hafi verið 10 km.

En það er mikill munur á áhrifum árekstra þessara tveggja loftsteina á lífið hér á jörðinni. Ekki kom til fjöldaútdauða tegunda eða skógarelda við árekstur Vredefort-loftsteinsins því þá voru bara einfrumungar sem lifðu hér og engin tré.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing