fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Jökull framlengir við Stjörnuna og fer í fullt starf hjá félaginu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. október 2022 13:40

Helgi Hrannar til vinstri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jökull Ingason Elísabetarson aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Stjörnunni framlengir samning sinn við félagið.

Jökull hafði verið orðaður við þjálfarastarfið hjá KR en nú er ljóst að Stjarnan heldur í hann. Jökull kom til Stjörnunnar frá Breiðabliki fyrir ári síðan.

Hann hefur aðstoðað Ágúst Gylfason sem er áfram með samning sem þjálfari liðsins.



„Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur að endurnýja og framlengja samning okkar við Jökul sem deilir fullkomlega þeirri sýn sem unnið hefur verð eftir undanfarin ár. Sú staðreynd að félagið hefur nú gengið frá samning til næstu ára við hann í fullu starfi gerir okkur kleift að bæta innviði okkar á þeim sviðum sem við teljum mikilvægt í þeirri uppbyggingu sem við erum í. Við teljum að við höfum tekið hárrétta ákvörðun varðandi þá leið sem félagið fór á þeim tímapunkti og sú vegferð hefur skilað bæði góðum grunni en jafnframt ábyrgum rekstri sem er grunnforsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu. Ég er sannfærður um að teymið okkar mun stíga næstu skref í uppbyggingu liðsins enda má segja að það sé komið að kaflaskilum þar sem félagið hefur nú unnið sig útúr þeirri stöðu sem var uppi til skamms tíma og við lítum mjög bjartsýnum augum á framhaldið“. segir Helgi Hrannarr, formaður mfl. ráðs karla.

Jökull er á sama máli. „Ég er gríðarlega ánægður að framlengja samning minn við Stjörnuna. Stjarnan er eitt allra mest spennandi félag landsins, með ótrúlega aðstöðu og frábæra stuðningsmenn. Nú þurfum við að leggja meira á okkur, allir sem koma að liðinu og leikmenn. Við ætlum að þróa lið sem vinnur titla og ég er mjög spenntur að fara á fullt í þeirri vinnu með liðið.“ segir Jökull Ingason Elísabetarson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill enga neikvæðni í kringum liðið og Isak fær ekki að æfa

Vill enga neikvæðni í kringum liðið og Isak fær ekki að æfa
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina
433Sport
Í gær

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028
433Sport
Í gær

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör