fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

„Þetta getur þýtt endinn fyrir hann og ekki bara á ferli hans“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. október 2022 07:00

Aleksandr Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum dögum tilkynnti Aleskndr Lukashenko, einræðisherra í Hvíta-Rússlandi, að Hvítrússar og Rússar setji sameiginlega herdeild á laggirnar. Hann sagði að þetta væri gert vegna „versnandi ástands á vesturlandamærum landsins“. Þar á hann við úkraínsku landamærin.

Lukashenko er undir hæl Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, en hefur þó fram að þessu ekki látið Pútín draga Hvít-Rússa beint inn í stríðið í Úkraínu. Hann hefur þó leyft Rússum að senda hermenn og hergögn í gegnum Hvíta-Rússland til Úkraínu og að gera árásir þaðan.

Hann er algjörlega háður því að Pútín missi ekki völdin því ef það gerist þá getur það þýtt endinn fyrir Lukashenko og endinn á lífi hans.

Þetta sagði Arve Hanse, sem er sérfræðingur í málefnum Hvíta-Rússlands hjá Helsinkinefndinni, í samtali við Dagbladet.

Lukashenko hefur verið undir þrýstingi frá vestrænum leiðtogum um að hætta að leyfa Rússum að nota Hvíta-Rússland í stríðsrekstri sínum en hann er einnig undir þrýstingi frá Pútín að sögn Hansen.

„Aleksandr Lukashenko er háður því að Pútín hverfi ekki af sjónarsviðinu. Ef miklar breytingar verða í Moskvu og Pútín getur ekki lengur tryggt stuðning Rússlands við Hvíta-Rússland, getur það þýtt endinn fyrir Lukashenko, Ekki bara endinn á ferli hans, heldur einnig á lífi hans,“ sagði hann og benti á að Lukashenko sé mjög óvinsæll í heimalandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“