fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Gátu ekki breytt niðurstöðunni vegna glufu í myndbandsdómgæslunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. október 2022 12:44

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glufa í myndbandsdómgæslunni á Englandi, VAR, varð til þess að mark Gabriel Martinelli fyrir Arsenal gegn Liverpool var leyft að standa í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Martinelli kom Arsenal yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Í aðdraganda marksins héldu margir að Bukayo Saka hafi verið rangstæður og markinu yrði því ekki leyft að standa.

Allt kom hins vegar fyrir ekki og markið stóð. Arsenal komið 1-0 yfir.

Nú hefur það hins vegar verið opinberað að VAR hefði aldrei getað breytt dómnum sem upphaflega var kveðinn á vellinum. Það er vegna þess að engin af myndavélum vallarins sá Saka akkúrat á þeirri stundu sem Ben White sendi boltann í áttina að honum.

Það er þó ekki þar með sagt að dómurinn hafi verið rangur. Það er enn matsatriði. Dómarinn á vellinum lét markið í hið minnsta standa.

Leiknum lauk með 3-2 sigri Arsenal, sem er á toppi deildarinnar. Liverpool er í vandræðum og er í tíunda sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt