fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fókus

Manstu eftir stóra ananasmálinu á Seltjarnarnesinu? – Hér eru fleiri ávextir til að hafa í huga í næstu búðarferð

Fókus
Mánudaginn 10. október 2022 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir muna líklega eftir stóra ananasmálinu sem tröllreið umræðunni árið 2020. Auður Jónsdóttir, rithöfundur, átti þar upptökin er hún greindi frá því á Twitter að vinkona hennar hafi greint henni frá því að með því að setja ananas í innkaupakörfu á tilteknum tíma í Hagkaup á Seltjarnarnesi væri maður að gefa merki um að maður væri tilbúinn í makaskipti (e. swing).

Færslan vakti mikla athygli. Hagkaup stökk á færið og auglýsti ananas í verslunum sínum og margir birtu myndir eða grín á samfélagsmiðum af ananas.

Við nánari skoðun á netinu kemur í ljós að ananas er vissulega notaður víða um heim til að finna aðra sem eru tilbúnir í makaskipti. Nema hvað að á Nesinu virðist mikilvæg regla varðandi ananas-makaskiptin hafa verið hundsuð – ananasinn á víst að vera á hvolfi í innkaupakörfunni.

Ananas á hvolfi er eiginlega orðið alþjóðlegt tákn þeirra sem leggja stund á makaskipti. En svo eru víst fleiri ávextir sem eru notaðir í innkaupaferðum til að gefa merki um rómantískan eða erótískan áhuga.

Fyrrum Bachelor-keppandinn Brittany Hockley deildi leyndum skilaboðum ávaxta í stórmörkuðum í hlaðvarpinu Life Uncut.

Þar sagði hún að bananar geti gefið merki um að maður sé einhleypur. „Ef þú nærð í búnt af bönunum og lætur þá snúa upp svo að bogalínurnar vísi upp í innkaupakerrunni – þá þýðir það að þú sért á lausu. Svo ef þú vilt bara hreinlega kaupa banana og ert ekki í makaleit þá þarftu að snúa þeim hinseginn – sem þýðir að þú sért ekki á lausu.“

Brittany rakti einnig ananas-notkun og tók réttilega fram að þeir þurfi að vera á hvolfi til að tákna að þú sért til í makaskipti.

Svo eru það ferskjur. Þá er hægt að grípa ferskju og setja hana í innkaupakerru þess sem þú hefur áhuga á.

Líklega er best að kanna fyrst hvort að bananar séu í körfu viðkomandi og hvort þeir vísi upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjar myndir af stjörnunni hneyksla: Aðdáendur í áfalli og vinir hennar sagðir mjög áhyggjufullir

Nýjar myndir af stjörnunni hneyksla: Aðdáendur í áfalli og vinir hennar sagðir mjög áhyggjufullir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórarinn segir aðvörunarorð Þorsteins um hann ekki hafa virkað – „Takk Þorsteinn“

Þórarinn segir aðvörunarorð Þorsteins um hann ekki hafa virkað – „Takk Þorsteinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Níu leiðir sem pör nota til að halda neistanum lifandi – sama hversu lengi þau hafa verið saman

Níu leiðir sem pör nota til að halda neistanum lifandi – sama hversu lengi þau hafa verið saman
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta eru sletturnar sem Íslendingar hata – Að join-a eða dodge-a acturally frústrating debad

Þetta eru sletturnar sem Íslendingar hata – Að join-a eða dodge-a acturally frústrating debad
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um frammistöðu VÆB í kvöld – „Við hljótum að vinna þetta“

Þetta hafði þjóðin að segja um frammistöðu VÆB í kvöld – „Við hljótum að vinna þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk friðarljóð sungin í fyrrum hergagnaverksmiðju í Austur-Berlín

Íslensk friðarljóð sungin í fyrrum hergagnaverksmiðju í Austur-Berlín