fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Versti grunur Svía staðfestur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. október 2022 19:00

Gasið streymdi upp til yfirborðsins frá Nord Stream gasleiðslunni. Mynd:Danski flugherinn/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir rannsókn sænsku öryggislögreglunnar, Säpo, á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum í Eystrasalti hefur versti grunur hennar verið staðfestur.

Í fréttatilkynningu frá Säpo segir að grunur hafi leikið á að skemmdarverk hafi verið unnin á gasleiðslunum og það hafi nú verið staðfest.

„Eftir vettvangsrannsókn getur Säpo staðfest að sprengjur sprungu við Nord Stream 1 og 2 í sænskri efnahagslögsögu. Þetta olli miklu tjóni á gasleiðslunum,“ segir í fréttatilkynningunni.

Rannsókn Säpo hefur styrkt grunsemdir um að um gróft skemmdarverk hafi verið að ræða.  Vettvangsrannsókninni er lokið og sænsk yfirvöld hafa því aflétt lokunum á svæðunum. Enn á eftir að rannsaka sýni sem voru tekin.

Säpo segist hafa lagt hald á eitthvað tengt málinu en vill ekki upplýsa hvað það er.

Það var 27. september  sem tilkynnt var um leka úr gasleiðslunum, sem liggja frá Rússlandi til Þýskalands. Í heildina var um fjóra leka að ræða. Margir telja að Rússar hafi staðið á bak við skemmdarverkin en þeir neita því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“