fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

„Þetta er því miður það sem á hernaðarmáli kallast hakkavél“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 06:08

Vegfarandi virðir fyrir sér lík rússneskra hermanna í Kupiansk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er því miður það sem á hernaðarmáli kallast hakkavél.“ Þetta segir Jacob Kaarsbo, sérfræðingur hjá dönsku hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum sérfræðingur hjá leyniþjónustu dönsku hersins, um það sem er að gerast á vígvellinum í Úkraínu þessa dagana.

Þar sækja úkraínskar hersveitir fram í austurhluta landsins og náðu bænum Lyman á sitt vald um helgina sem og fleiri litlum bæjum í Kherson. Það er mikið áfall fyrir Rússa að hafa misst Lyman en bærinn var innlimaður í Rússland á föstudaginn þegar Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, tilkynnti um innlimun fjögurra úkraínskra héraða í Rússland. Lyman er hliðið að norðanverðu Donbas og höfðu rússnesku hermennirnir fengið fyrirmæli um að berjast þar til yfir lyki. Samt sem áður gafst fjöldi þeirra upp fyrir úkraínsku hermönnunum.

Þetta sagði Kaarsbo í samtali við TV2. Hann sagði að rússnesku hermennirnir hafi verið umkringdir, hægt og rólega, og hafi mannfallið í þeirra röðum verið mikið. „Það er athyglisvert að þeir komu ekki með neitt mótsvar og að þeir hafi lagt svo mikið undir við að verja þennan bæ,“ sagði hann.

Kaarsbo sagði að hlutirnir gerist hratt núna og Rússar hafi ekki getu til að mæta sókn Úkraínumanna. Þá skorti skriðdreka, brynvarin ökutæki og birgðalínur þeirra séu mjög brothættar og því hafi Úkraínumenn getað farið illa með þá.

Úkraínumenn hafa sótt fram af krafti við Kherson en það geta þeir að sögn Kaarsbo vegna þess að þeir hafa veikt birgðalínur Rússa yfir Dnipro ána með langdrægum HIMARS-flugskeytum. „Rússar eru með marga hermenn en þeir eru án birgða og þeir eru einfaldlega þreyttir,“ sagði hann.

Hann sagðist ekki telja líklegt að nýjar rússneskar hersveitir geti breytt stöðunni. Mannfallið hafi verið mikið síðustu vikuna eða rúmlega 500 rússneskir hermenn á dag. Það hafi komið í ljós að nýju hermennirnir séu illa þjálfaðir og illa útbúnir. „Þetta er þvi miður það sem á hernaðarmáli kallast hakkavél,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín