fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Opinberað hversu nálægt United Haaland var – Útskýrt hvar viðræður strönduðu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 3. október 2022 09:45

Erling Haaland fagnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frétt ESPN taldi Ole Gunnar Solskjær sig vera nálægt því að krækja í framherjann Erling Braut Haaland til Manchester Unitedí lok árs 2019 fyrir um 20 milljónir evra. Það gekk hins vegar ekki eftir.

Á þessum tímapunkti var Haaland hjá RB Salzburg í Austurríki. Solskjær var stjóri United. Framherjinn fór svo til Dortmund í janúar, þar sem hann átti eftir að slá í gegn.

Ed Woodward, þá stjórnarformaður United, var hins vegar ekki til í að taka sénsinn á Haaland í janúar 2020. Hann taldi umboðsmann leikmannsins, Mino Raiola, krefjast of hárra greiðslna til sín. Þá heillaði það Woodward ekki að fulltrúar Haaland vildu að klásúla yrði í samningi hans, sem myndi gera félögum kleift að kaupa hann fyrir ákveðna upphæð.

Dortmund var til í að hafa klásúlu í samningnum. Hún virkjaðist hins vegar ekki fyrr en í ár. Það nýtti Manchester City sér og keypti Haaland á 64 milljónir punda.

Talið er að klásúla sé einnig í samningi Haaland hjá City. Hann má fara fyrir um 175 milljónir punda sumarið 2024. Ári síðar má hann fara ef tilboð upp á rúmlega 150 milljónir punda berst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Í gær

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Í gær

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“