fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Umfangsmikil herkvaðning Pútíns – Gamlir menn, krabbameinssjúklingar og látnir kallaðir til herþjónustu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 06:07

Herkvaðningu var mótmælt víða í Rússlandi haustið 2022. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Tarapun er 59 ára verkstjóri í verksmiðju í Krasnodar í suðurhluta Rússlands. Nú hefur hann verið kallaður til herþjónustu þrátt fyrir að vera tæplega sextugur og með krabbamein í blöðruhálsi, krónísk hjartavandamál og of háan blóðþrýsting.

En þar með er ekki öll sagan sögð því hann hefur aldrei gegnt herþjónustu. Það eina sem hann hefur gert tengt hernum er að vera liðsforingi í varaliði hans en aðeins vegna þess að hann er háskólamenntaður.

Hann sagði rússnesku Telegramrásinni Baza sögu sína.

Hann er ekki eini veiki og gamli varaliðsmaðurinn sem hefur verið kallaður til herþjónustu eftir að Pútín tilkynnti um herkvaðningu í síðustu viku. Norska Dagbladet segir mörg dæmi um að gamlir menn, veikir og meira að segja látnir hafi verið kallaðir til herþjónustu.

Þegar Pútín tilkynnti um herkvaðninguna sagði hann að hár aldur og slæmt heilsufar væru tvær helstu ástæðurnar fyrir að sleppa við herþjónustu.

Samt sem áður hafa rússneskir fjölmiðlar skýrt frá fjölda dæma um krabbameinssjúka karla og jafnvel látna menn sem hafa verið kallaðir til herþjónustu síðustu daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“