fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Leikið í amerískum fótbolta í Lundúnum – Sjáðu ótrúlegt ferli þegar velli Tottenham er breytt

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

New Orleans Saints og Minnesota Vikings mætast á sunnudag í NFL-deildinni.

Þó deildin sé spiluð á milli bandarískra liða fer þessi leikur fram í London á Englandi. Þrír leikir munu alls fara fram í NFL-deildinni þar á þessari leiktíð.

Leikið verður á Tottenham Hotspur Stadium, heimavelli samnefnds knattspyrnufélags.

Völlur Tottenahm er einn sá allra glæsilegasti í heimi og er afar þróaður.

Með tækni sem er til staðar á vellinum er hægt að breyta vellinum frá knattspyrnuvelli í völl fyrir amerískan fótbolta.

NFL-deildin birti myndband af því á Twitter þegar vellinum er breytt. Það er óhætt að segja að ferlið sé hreint magnað. Það má sjá hér neðar.

Leikur Saints og Vikings hefst klukkan 13:30 á sunnudag að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tjáir sig um Manchester United – „Þá er það ekkert sérstakt“

Tjáir sig um Manchester United – „Þá er það ekkert sérstakt“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slítur sambandi við háskólanema sem er 37 árum yngri – Kveðst mjög virkur kynferðislega og er strax kominn í nýtt samband

Slítur sambandi við háskólanema sem er 37 árum yngri – Kveðst mjög virkur kynferðislega og er strax kominn í nýtt samband
433Sport
Í gær

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni
433Sport
Í gær

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur