fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Hafa áhuga á að taka De Gea frítt frá Man Utd

Victor Pálsson
Mánudaginn 26. september 2022 19:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru líkur á því að Juventus muni leita til Manchester næsta sumar og reyna við markmanninn David de Gea.

Calcio Mercato á Ítalíu greinir frá en De Gea verður samningslaus næsta sumar og má fara annað frítt.

Hingað til hefur ekki gengið að semja um nýjan samning en De Gea hefur lengi verið aðalmarkvörður Man Utd og þykir einn sá besti í að verja bolta.

Spánverjinn hefur þó einnig legið undir gagnrýni og þykir ekki nógu ákafur þegar boltinn berst inn í vítateig.

Juventus hefur áhuga á að semja við De Gea sem má ræða við ný félög í janúar ef ekki tekst að semja upp á nýtt.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, er sagður opinn fyrir því að losna við De Gea og telur hann ekki nógu góðan í að byrja uppspil liðsins.

Ten Hag tók aðeins við Man Utd í sumar en mun treysta á Spánverjann næstu mánuði þar sem varakostirnir eru ekki betri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað