fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Southgate ómyrkur í máli – „Er ekki svo hrokafullur að halda að samningurinn muni verja mig“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 26. september 2022 15:30

Gareth Southgate

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur lítið gengið hjá enska karlalandsliðinu undanfarið. Um helgina féll liðið úr A-deild Þjóðadeildar UEFA.

Liðið fór í úrslitaleik Evrópumótsins fyrir rúmu ár síðan. Síðan þá hefur það hins vegar lítið getað.

Nokkur pressa hefur myndast á Gareth Southgate, þjálfara enska landsliðsins.

„Ég veit að þegar öllu er á botninn hvolft verð ég dæmdur á því sem gerist á HM,“ segir Southgate.

Hann er með samning út árið 2024. „Samningar þýða ekkert í fótbolta. Þjálfari getur átt þrjú, fjögur eða fimm ár eftir af samningi en ef úrslit nást ekki þarf að kveðja. Af hverju ætti þetta að vera eitthvað öðruvísi í mínu tilfelli? Ég er ekki svo hrokafullur að halda að samningurinn muni verja mig.“

Southgate hefur á tíma sínum sem landsliðsþjálfari komið Englandi í undanúrslit á HM og úrslit á EM.

„Saga er saga. Við erum dæmd á því sem gerist í næsta leik og á næsta móti,“ segir Gareth Southgate.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað