fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
433Sport

Loforð ítrekað svikin og fólk að gefast upp – „Menn slá sig til riddara þegar það þarf að sækja atkvæði og vinsældir“

433
Laugardaginn 24. september 2022 07:00

Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik, settist í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á föstudögum á Hringbraut. Hann sat þar með Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs.

Umræðan um Þjóðarhöll fyrir íslensk landslið var hávær í vikunni. Var hún að sjálfsögðu tekin fyrir í þættinum.

„Þetta er leiðindamál í alla staði, menn eru að slá sér til riddara þegar það þarf að sækja atkvæði og vinsældir. Lofa því að það verði sett eitthvað í gang, það er svo sett í nefnd sem setur það í aðra nefnd. Nú veit ég ekki hvort nefndin hafi hist eða ekki, þetta er orðið langþreytt ástand og er í raun algjört virðingarleysi að það sé ekkert gert,“ segir Ólafur í þættinum, en bæði ríkisstjórn og borgaryfirvöld hafa lofað nýrri höll.

Hávær köll hafa verið eftir nýjum þjóðarleikvangi í knattspyrnu og nýrri þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir lengi. Viljayfirlýsing var undirrituð í maí síðastliðnum um byggingu þjóðarhallar en ekki eru allir bjartsýnir á að hún sé á leiðinni.

„Við erum með vonda aðstöðu, í raun enga aðstöðu. Það er verið að reyna einkaframkvæmdir í ýmsum geirum samfélagsins sem er stundum umdeilt. Ég held að það sé útséð með það að ríkið eða sveitarfélög komi að þessu. Þar draga menn bara lappirnar og það þarf að finna lausn þar sem fjármagnið kemur annars staðar frá. Það virðist enginn áhugi þegar á hólminn er komið að setja raunverulega peninga í verkefnið,“ segir Ólafur.

Ólafur segir auðvelt fyrir stjórnvöld að lofa hinu og þessu en erfiðara sé að standa við gefin loforð.

„Það hangir á sömu spýtunni, þetta er marg tuggið. Á tyllidögum vilja allir upp á hestinn og taka þátt, þegar kemur að því að standa við gefin loforð þá verða menn litlir í sér. Það er fullt af hlutum og málum sem myndu vera brýnni en þjóðarhöll í stóra samhenginu en þetta er eitthvað sem þarf virkilega að fara að gera gangskör í. Ég held að margir átti sig ekki á því hversu aftarlega á merinni við erum þegar kemur að aðstöðu.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í óvænt kapphlaup í sumar

Stefnir í óvænt kapphlaup í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Liverpool leikur sinn síðasta leik á ferlinum á morgun

Fyrrum leikmaður Liverpool leikur sinn síðasta leik á ferlinum á morgun
433Sport
Í gær

Leggur til að Ödegaard verði sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal

Leggur til að Ödegaard verði sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal
433Sport
Í gær

Segir lykilmann United vera að troða sokk í þá sem efuðust

Segir lykilmann United vera að troða sokk í þá sem efuðust
433Sport
Í gær

Uppljóstrar um ótrúleg viðskipti sem áttu sér stað í Vesturbæ á dögunum – Milljónirnar frá Eyjum komu á borðið

Uppljóstrar um ótrúleg viðskipti sem áttu sér stað í Vesturbæ á dögunum – Milljónirnar frá Eyjum komu á borðið
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Jóhann Berg í stuði í Sádí Arabíu í gær

Sjáðu markið – Jóhann Berg í stuði í Sádí Arabíu í gær
433Sport
Í gær

Fær engin tækifæri í London og er orðaður við óvænt félag

Fær engin tækifæri í London og er orðaður við óvænt félag
Hide picture