fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Páll svarar Þórði og segir að hann geti ekki sokkið lægra – „Það lágkúrulegasta sem ég veit“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. september 2022 14:48

Til vinstri: Páll Steingrímsson - Til hægri: Þórður Snær Júlíusson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Steingrímsson, skipstjóri Samherja, hefur nú svarað grein sem Þórður Snær Júlíussonar, ritstjóri Kjarnans, birti á Kjarnanum í morgun.

Sjá einnig: Páll ósáttur – Segir Þóru hafa hvatt „fárveikan einstakling“ til að „senda sér sem mest“

Grein Þórðar er löng og ítarleg en í henni segir hann meðal annars að sú aðför að frjálsri fjölmiðlun sem Samherji hefur staðið fyrir sé ekki réttarríki sæmandi „Um er að ræða aðför að fólki fyrir að vinna vinn­una sína eða nýta stjórn­­­ar­­skrár­varið tján­ing­­ar­frelsi sitt. Vegna þess varð fólk skot­­spónn ofsókna alþjóð­­legs stór­­fyr­ir­tækis og fót­­göng­u­liða þess, sem að upp­i­­­stöðu virð­ist vera fólk með afar lágan sið­­ferð­is­­þrösk­uld, enga virð­ingu fyrir sam­­fé­lags­sátt­­mál­­anum og litla mann­­lega reisn.“

Sjá einnig: Þórður Snær hefur afhent Blaðamannafélagi Íslands öll gögn um „Skæruliðadeild Samherja“

Eins og fyrr segir hefur Páll nú svarað Þórði. Ljóst er á skrifum Páls að hann er ekki ánægður með greinina en hann segir í færslunni að Þórður geti ekki sokkið lægra.

„Illskan á sér hins vegar engin takmörk hjá þessum hópi og það að misnota fjölskylduharmleik og veikan einstakling með ekkert sjúkdómsinnsæi er það lágkúrulegasta sem ég veit. Viðkomandi er öryggisvistaður á sjúkrahúsi, hefur verið það undanfarna mánuði og verður áfram. Það gerist ekki af því bara. Þórður Snær, þetta er ljótt! Misnotkun sakborninga á þessum einstakling er ljót!“ segir Páll meðal annars í færslunni.

Páll ítrekar að hann vilji að málið sé rannsakað og upplýst af lögreglu, ekki af sjálfum sér eða Þórði Snæ. „Ég hins vegar hef upplýst lögreglu um atriði sem ég hef komist að og mun hjálpa til eins og óskað er eftir annað en þessir sakborningar sem hafa gert allt til þess að tefja rannsókn málsins. Þórði Snæ mun ég hins vegar svara betur þegar sá tími kemur,“ segir hann.

„Að lokum vil ég segja að ég frábýð mér allar tilraunir þessa hóps til að gera sig að fórnarlömbum og varpa ábyrgð á brotaþola og fárveikan einstakling sem hefur hvorki sjúkdómsinnsæi eða veruleikaskyn. Lægra getur Þórður Snær ekki sokkið.“

Hægt er að lesa færslu Páls í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum