fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Gagnrýnisraddir í Rússlandi ræða um að herða stríðsreksturinn í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. september 2022 08:00

Rússneskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur ekki viljað ljá máls á að lýsa yfir stríði gegn Úkraínu og heldur sig fast við að um „sérstaka hernaðaraðgerð“ sé að ræða. Ef hann lýsir yfir stríði er hægt að virkja rússnesku stríðsmaskínuna að fullu og kalla menn til herþjónustu. En innan flokks hans vilja margir að stríði verði lýst yfir.

Ósigur Rússa í Kharkiv hefur orðið til þess að margir þekktir Rússar hafa látið skoðun sína á stríðinu í ljós. Á þriðjudaginn sagði Gennady Zyuganov, formaður kommúnistaflokksins,  að hætta eigi að tala um „sérstaka hernaðaraðgerð“ og lýsa yfir stríði. „Við höfum engan rétt á að tapa,“ sagði hann á þingfundi.

Kommúnistar eru áberandi í rússneskri þjóðmálaumræðu en eru ekki við völd. Það eru Pútín og félagar hans í Sameinuðu Rússlandi.

Mikhail Sheremet, þingmaður flokksins og meðlimur í öryggismálanefnd þingsins, sagði að ef ekki verði breytt um stefnu og stríði lýst yfir  þá muni upphafleg markmið ekki nást. Moscow Times skýrir frá þessu.

Dimitry Peskov, talsmaður Pútíns, vísaði  þessum kröfum á bug á þriðjudaginn og sagði þetta ekki vera til umræðu. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um hrakfarirnar í Kharkiv.

Þá er ekki víst að stríðsyfirlýsing og herkvaðning muni ganga vel fyrir sig. Hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir að ef gripið verði til herkvaðningar í stórum stíl muni það mjög líklega verða varnarmálaráðuneytinu ofviða að þjálfa nýliðana og útvega þeim viðeigandi búnað. Þetta er sett fram í ljósi þess að Rússar eiga nú þegar í vandræðum við að þjálfa þann takmarkaða fjölda sjálfboðaliða sem ganga til liðs við herinn þessar vikurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“