fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Nyrsta eyja heims reyndist ekki vera eyja þegar allt kom til alls

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. september 2022 20:00

Qeqertaq Avannarleq. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári fundu danskir og svissneskir vísindamenn það sem þeir töldu vera nyrstu eyju heims. Hún fékk nafnið Qeqertaq Avannarleq sem þýðir einfaldlega „Nyrsta eyjan“. En nú er komið í ljós að „eyjan“ er ekki eyja.

Qeqertaq Avannarleq er ísjaki. Videnskab.dk skýrir frá þessu.

Það var í leiðangrinum Leister Go North í síðasta mánuði sem í ljós kom að um ísjaka er að ræða.

Í leiðangrinum átti að rannsaka Qeqertaq Avannarleq og fleiri litlar eyjur sem hafa fundist norðan við Grænland í gegnum tíðina.

René Forsberg, prófessor við danska tækniháskólann, var með í leiðangrinum. Hann sagði í samtali við Videnskab.dk að í ljós hafi komið að sjór var undir „eyjunum“ og að það sem talið var að væru eyjur væri í raun ísjakar sem eru þaktir mold og möl á yfirborðinu.

Áður en Qeqertaq Avannarleq fannst á síðasta ári var heimsins nyrsta eyja Oodaaq sem fannst 1978. En hún fær ekki titilinn sinn aftur sem nyrsta eyja heims því leiðangursmenn komust að þeirri niðurstöðu að hún geti ekki lengur talist vera eyja.

Nyrsta eyja heims er því nú Inuit Qeqertaat (Kaffiklúbbseyjan).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Í gær

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm