fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Elskaði að spila á Íslandi og væri til í að koma aftur – Horfir til Bestu deildarinnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 10:12

Marciano Aziz er í liðinu, enda kom hann frábærlega inn í lið Aftureldingar. Mynd: Afturelding

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marciano Aziz fór á kostum með liði Aftureldingar á seinni hluta tímabils í Lengjudeild karla. Hann er opinn fyrir því að snúa aftur til Íslands á næstu leiktíð.

Belginn skoraði tíu mörk í jafnmörgum leikjum með Aftureldingu á leiktíðinni.

Aziz er í eigu Eupen í Belgíu, þar sem hann á eitt ár eftir af samningi sínum. Hann hefur nú snúið aftur þangað eftir lánssamning hjá Aftureldingu.

Bjarki Már Ólafsson hjá Stirr Associates, umboðsskrifstofu leikmannsins, segir hann mjög opinn fyrir því að snúa aftur til Íslands á næstu leiktíð.

„Við erum að skoða þá möguleika sem eru uppi á borði fyrir janúar. Hann er opinn fyrir því að fara aftur til Íslands og vill spila aftur á Íslandi. Honum leið rosalega vel í Aftureldingu,“ segir Bjarki við 433.is.

Þó svo að Aziz hafi notið sín í botn hjá Aftureldingu vill hann næst taka skrefið upp í efstu deild á Íslandi.

„Hugur hans er að spila í efstu deild á Íslandi. Hann var mjög ánægður með þessa reynslu og þetta var það sem hann þurfti á þessum tímapunkti. Nú telur hann að tími sé kominn til að taka næstu skref á sínum ferli. Ef honum býðst tækifæri til að spila í efstu deild á Íslandi væri það eitthvað sem hann væri mjög opinn fyrir,“ segir Bjarki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona
433Sport
Í gær

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Í gær

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius