fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Skýrir frá hrollvekjandi áætlun Pútíns – „Hann lætur ekki staðar numið við Úkraínu“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 05:55

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hafði í hyggju að sækja enn lengra vestur eftir að hafa lagt Úkraínu undir sig. Ætlunin var að ráðast á og hernema ríkin í Austur-Evrópu.

Þetta segir Dr Yuri Felshtinsky, höfundur „Blowing up Ukraine: The Return of Russian Terror and the Threat of World War III“. Hann fæddist í Sovétríkjunum en yfirgaf þau á áttunda áratugnum og hefur búið í Bandaríkjunum síðan. Í samtali við Express.co.uk sagði hann að Pútín hafi viljað leggja Úkraínu undir sig og senda hersveitir sínar, ásamt hvítrússneskum hersveitum, vestur á bóginn til að hernema ríkin í austurhluta Evrópu.

Margir sérfræðingar hafa að sögn sagt að áætlun Pútíns hafi verið að ná Kyiv, setja leppstjórn yfir Úkraínu, ná höfnunum við Svartahaf og halda síðan áfram í vestur, að landamærum NATÓ-ríkja. En óhætt er að segja að aðgerðir Rússa hafi ekki gengið eins og þeir væntu og nú á rússneski herinn í vanda í Úkraínu þrátt fyrir að vera mun stærri en sá úkraínski.

Felshtinsky sagði að upphafleg áætlun Pútíns hafi verið að sigra Úkraínu á skömmum tíma, hann hafi Hvíta-Rússland nú þegar undir hæl sínum, og halda áfram til vesturs. Úkraínumenn hafi eyðilagt þessa áætlun hans með mótspyrnu sinni og hafi þannig komið í veg fyrir að Pútín næði því markmiði sínu að leggja Úkraínu undir sig á einni viku eða mánuði.

Hann sagði að ef binda eigi enda á þetta stríð eins fljótt og hægt er þá verði Vesturlönd að hjálpa Úkraínu á allan hugsanlegan hátt.enn og koma um leið í veg fyrir að kjarnorkuvopnum verði beitt.

Fleiri sérfræðingar hafa varað við fyrirætlunum Pútíns og telja að hann muni ekki láta sér Úkraínu nægja. Það gæti þó verið breytt núna eftir hrakfarir Rússa í Úkraínu.

Natia Seskuria, hjá the Royal United Services Institute (RUSI) hefur varað við því að Georgía geti verið næsta skotmark Pútíns. Rússar réðust inn í Georgíu 2008 og hafa 20% af landinu á sínu valdi. Express hefur eftir henni að hún telji að íbúar í Georgíu hljóti að hafa áhyggjur af stöðu mála; „Hann lætur ekki staðar numið við Úkraínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“
Fréttir
Í gær

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“