fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Fyrrum olígarki hvetur Rússa til að skemma stríð Pútíns

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. september 2022 19:00

Mikhail Khodorkovsky. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikhail Khodorkovsky, sem er fyrrum olígarki, er í útlegð í Bretlandi. Hann er einarður andstæðingur Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, og stríðsrekstursins í Úkraínu. Hann hvetur nú landa sína, sem enn eru í Rússlandi, til að grípa til skemmdarverka með það að markmiði að gera Pútín erfitt fyrir við stríðsreksturinn og veikja ríkisstjórn hans.

The Guardian skýrir frá þessu. Khodorkovsky sat í rússnesku fangelsi frá 2003 til 2013 eftir að hann lenti upp á kant við Pútín. Hann segir að innrásin í Úkraínu hafi gjörbreyt markmiðum rússnesku stjórnarandstöðunnar.

„Við neyðumst til að útskýra fyrir fólki hvað það getur gert, sannfæra það um að það verði að gera þetta og hjálpa fólki sem lendir í hættulegum aðstæðum vegna aðgerða sinna,“ sagði hann í samtali við The Guardian.

Hann sagði að aðgerðir sérhvers einstaklings eigi að taka mið af hversu mikla áhættu viðkomandi þoli að taka. Þetta geti verið allt frá því að mála slagorð á húsveggi til að þess að vinna skemmdarverk í tengslum við birgðaflutninga rússneska hersins eða kveikja í skráningarstofum hersins.

„Við erum algjörlega á móti hryðjuverkaaðferðum sem skaða óvopnað fólk,“ sagði hann og gagnrýndi drápið á Darya Dugina. Hún var þekktur blaðamaður sem studdi innrásina í Úkraínu. Hún var dóttir Alexander Dugin, heimspekings og öfgaþjóðernissinna, sem er oft sagður vera „heili Pútíns“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“