fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Hamas tók fimm Palestínumenn af lífi á Gasa

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. september 2022 05:50

Frá Gasa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamas samtökin, sem ráða lögum og lofum á Gasa, tóku fimm Palestínumenn af lífi í gær. Tveir þeirra eru sagðir hafa verið samverkamenn Ísraela.

„Á sunnudagsmorgun voru tveir teknir af lífi, sem voru dæmdir fyrir að starfa með hersetuliðinu, og þrír til viðbótar sem voru dæmdir fyrir glæpi,“ segir í fréttatilkynningu frá Hamas.

Þremenningarnir, sem voru dæmdir fyrir glæpi, eru sagðir hafa framið morð.

Hinir tveir, annar á fimmtugsaldri og hinn á sextugsaldri, eru sagðir hafa starfað með Ísraelsmönnum. Sá eldri er sagður hafa veitt Ísraelsmönnum upplýsingar um meðlimi Hamas og staðsetningu eldflaugaskotpalla. Þetta á hann að hafa gert 1991. Hinn er sagður hafa veitt ísraelsku leyniþjónustunni upplýsingar sem leiddur til þess að íbúar á Gasa dóu „píslarvættisdauða“ 2001. Mennirnir voru báðir meðlimir palestínskra öryggissveita. Þeir voru skotnir en hinir þrír voru hengdir.

Hamas eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Bandaríkjunum, ESB og Ísrael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita