fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Bjóða Spánverjum milljónir ókeypis lestaferða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. september 2022 19:00

Spænsk lest. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn var byrjað að bjóða spænskum lestarfarþegum ókeypis mánaðarkort í allar svæðislestir og lestir sem aka á millivegalengdum. Ekki verður ókeypis í lestir sem aka á löngum leiðum og það þarf áfram að borga fyrir stakar ferðir ef fólk vill ekki nýta sér mánaðarkort.

Markmið ríkisstjórnarinnar með þessu er að lækka framfærslukostnað landsmanna en verðbólgan hefur farið hækkandi að undanförnu og mælist nú um 10% á ársgrundvelli.

Einnig vill ríkisstjórnin, sem er undir forystu jafnaðarmanna, fá fólk til að nýta sér almenningssamgöngur í meiri mæli.

Langar raðir mynduðust við sjálfsala á miðvikudaginn þegar fólk náði sér í mánaðarkort. Áður hafði um hálf milljón manna pantað sér mánaðarkort fyrir fram.

Ríkisjárnbrautarlestarfélagið Renfe reiknar með að um áramótin verði Spánverjar búnir að fara 75 milljónir ókeypis ferðir með lestum félagsins.

Einnig verður boðið upp á afslátt í öðrum almenningssamgöngufarartækjum. Reiknað er með að kostnaður ríkisins við þetta verði 221 milljón evra fram til áramóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau