fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Spáir alvarlegum afleiðingum ef Trump verður ákærður – „Það verða óeirðir á götunum“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. september 2022 06:58

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég segi það svona að ef Donald Trump verður ákærður fyrir meðferð hans á leyniskjölum þá verða óeirðir á götunum.“ Þetta sagði öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham í þættinum „Sunday Night in America“ á Fox News sjónvarpsstöðinni.

Graham er einarður stuðningsmaður Trump. Í þættinum kom hann með tvenn rök fyrir af hverju stuðningsmenn Trump geti hugsanlega brugðist svo illa við ákæru á hendur forsetanum fyrrverandi. Þessi rök snúast um mál gegn Hillary Clinton og Hunter Biden, son Joe Biden forseta, sem voru bæði til rannsóknar vegna gruns um  brot á reglum um leynilegar upplýsingar. Clinton með því að nota einkanetþjón sinn fyrir tölvupóstsamskipti í stað opinbers netþjóns. Hunter Biden var til rannsóknar vegna gruns um að hann tengdist spillingu í Úkraínu. Ekkert kom út úr þessum rannsóknum og ákærur voru ekki gefnar út.

Lindsey Graham er harður stuðningsmaður Trump. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

Graham á erfitt með að sætta sig við þetta og segir það „tvöfalt siðgæði“ vegna þess að heimildarmenn hafi nýlega sagt að alríkislögreglan FBI hafi reynt að seinka meðferð máls Hunter Biden fram yfir forsetakosningarnar 2020.

„Ef þeir reyna að sækja Trump til saka vegna meðferðar hans á leyniskjölum eftir að Hillary Clinton setti netþjón upp í kjallaranum sínum þá verða óeirðir á götum úti í bókstaflegri merkingu,“ sagði Graham.

Hann sagðist hafa áhyggjur af landinu og að Donald Trump fái ekki sanngjarna meðferð. „Flestir Repúblikanar, þar á meðal ég, telja að þegar eitthvað snýst um Trump þá séu engin lög í gildi. Þetta snýst bara um að koma höggi á hann,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Vesturlönd aldrei hafa verið veikari í augum Rússa

Segir Vesturlönd aldrei hafa verið veikari í augum Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirlýsing frá N1 vegna málsins á Hvolsvelli

Yfirlýsing frá N1 vegna málsins á Hvolsvelli
Fréttir
Í gær

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“
Fréttir
Í gær

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“
Fréttir
Í gær

Sýkingin var í rófustöppunni – Vont bragð af henni og vond lykt

Sýkingin var í rófustöppunni – Vont bragð af henni og vond lykt
Fréttir
Í gær

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans