fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Hershöfðingi segir að Pútín hafi vanmetið þetta og annað atriði veldur honum áhyggjum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. september 2022 05:46

Úkraínskir hermenn skoða ummerki eftir sprengjuregn Rússa. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, reiknaði ekki með að stríðið í Úkraínu myndi vara í rúmlega hálft ár. Þetta er mat Eirik Kristoffersen, æðsta yfirmanns norska hersins. Hann segir að eitt sé það sem Pútín hafi svo sannarlega vanmetið.

„Ég held að forsetinn og nánasta samstarfsfólk hans hafi vanmetið samstöðu Vesturlanda,“ sagði hann í samtali við Dagbladet.

Í kjölfar innrásarinnar hafa Vesturlönd beitt Rússa efnahagslegum refsiaðgerðum, sett háttsetta stjórnmála- og embættismenn í ferðabann og nú síðast ákvað ESB að gera Rússum erfiðara fyrir við að fá vegabréfsáritun til aðildarríkja sambandsins. Þess utan hefur verið gripið til fleiri aðgerða gegn Rússum sem standa nú að stórum hluta einangraði á alþjóðavettvangi.

Kristoffersen sagði að það sé eitt í tengslum við stríðið sem valdi honum áhyggjum. Það er sú athygli sem stríðið fær í fjölmiðlum og meðal almennings utan Rússlands.

Hann telur að fjölmiðlar og almenningur verði að gæta þess að halda athyglinni á því sem er að gerast í Úkraínu þrátt fyrir að stríðið dragist á langinn og ekki sé að sjá að því ljúki á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Í gær

Sérsveitin send inn í ranga íbúð

Sérsveitin send inn í ranga íbúð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós