fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Pressan

Óhjákvæmilegt að yfirborð sjávar hækki um 27 cm

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. september 2022 15:00

Hluti Grænlandsjökuls. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Algjörlega óháð því hvað við gerum þá mun Grænlandsjökull bráðna með þeim afleiðingum að yfirborð heimshafanna mun hækka um 27 cm. Ef allt fer á versta veg mun yfirborð heimshafanna hækka enn meira. Þetta segja sérfræðingar.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að Grænlandsjökull muni bráðna eða 110 milljarðar tonna af ís. Vatnið rennur til sjávar og mun hækka yfirborð þeirra um 27 cm.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature Climate Change. Í rannsókninni kemur fram að ef öll losun CO2 út í andrúmsloftið verði stöðvuð í dag þá muni það engu breyta, ísinn mun halda áfram að bráðna.

Jason Box, prófessor við dönsku og grænlensku jarðfræðistofnunina GEUS, og einn af aðalhöfundum rannsóknarinnar segir að 27 cm hækkun sjávarborðs sé mjög varfærið mat, algjört lágmark. Þessi tala geti tvöfaldast á þessari öld.

27 cm byggjast á áhrifum hnattrænnar hlýnunar fram að þessu og vegna þess að vísindamennirnir tóku ekki með í reikninginn hvernig ísinn bráðnar í útjaðri jökulsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu