fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Pressan

Fundu 20.000 óskráðar sundlaugar í Frakklandi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. september 2022 11:30

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að nota gervigreind hafa frönsk yfirvöld fundið rúmlega 20.000 óskráðar sundlaugar í landinu. Þetta hefur skilað franska ríkiskassanum töluverðum fjárhæðum því eigendur lauganna þurfa að greiða 10 milljónir evra í gjöld af þeim.

BBC skýrir frá þessu. Ástæðan fyrir hærri gjöldum er að sundlaugar, við íbúðarhús, hækka fasteignamat og þar með fasteignaskatta.

Til að finna sundlaugarnar var notast við hugbúnað sem Google og franska ráðgjafafyrirtækið Capgemini hönnuðu. Hugbúnaðurinn fann síðan sundlaugar á loftmyndum af níu héruðum landsins þegar tilraun var gerð með hann í október 2021. Yfirvöld segja að líklega verði hugbúnaðurinn notaður til að fara yfir loftmyndir af öðrum héruðum landsins.

Árið 2020 voru rúmlega 3,2 milljónir einkasundlauga skráðar í Frakklandi en samhliða heimsfaraldri kórónuveirunnar jókst sala á sundlaugum því fólk vildi greinilega komast í sundlaug þegar það var að vinna heima.

Skattyfirvöld segja að hugsanlega verði einnig hægt að nota hugbúnaðinn til að finna óskráðar viðbyggingar, sólpalla og garðskála. Greiða þarf fasteignaskatta af slíku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Við hreyfum okkur meira ef við erum með skrefateljara

Við hreyfum okkur meira ef við erum með skrefateljara
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Bjargaðu mér úr þessu helvíti og ég skal segja frá öllu“

„Bjargaðu mér úr þessu helvíti og ég skal segja frá öllu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kaffi og kanill – Svínvirkar gegn geitungum

Kaffi og kanill – Svínvirkar gegn geitungum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún horfði á andlit nýfædda drengsins og sá að eitthvað var að – Níu mánuðum síðar kom sannleikurinn í ljós

Hún horfði á andlit nýfædda drengsins og sá að eitthvað var að – Níu mánuðum síðar kom sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fengu loftstein í gegnum þakið

Fengu loftstein í gegnum þakið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar