fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Fyrrum ráðgjafi Trump- „Hann er taugaóstyrkur“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 08:00

Trump tjáði sig að sjálfsögðu um þetta .Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stephanie Grisham var um hríð fjölmiðlafulltrúi Donald Trump þegar hann sat í embætti forseta Bandaríkjanna. Hún þekkir því vel til hans og eiginkonu hans, Melania Trump, og hefur ekki verið hrædd við að skýra frá einu og öðru frá embættistíma Trump. Það hefur hún gert bæði í bók, sem hún skrifaði, og í viðtölum.

Í nýlegu viðtali við CNN sagði hún að Trump sé nú undir miklu álagi: „Ég held að hann sé taugaóstyrkur. Ég held ekki að hann geti annað. Ég meina, það eru sex-sjö-átta mismunandi rannsóknir í gangi sem tengjast honum. Nú hefur fólk farið inn í húsið hans og tekið sönnunargögn með sér.“

Þar á hún við húsleit alríkislögreglunnar FBI heima hjá Trump í Mar-a-Lago í Flórída nýlega.

Stephanie Grisham. Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

Í kjölfar húsleitarinnar hefur Trump margoft skipt um skoðun ef marka má ummæli hans. Til dæmis krafðist hann þess að húsleitarheimildin yrði gerð opinber en þegar búið var að opinbera hana var hann ekki sáttur við það. Þetta segir Grisham vera merki um að hann sé taugaóstyrkur. „Það er ólíkt honum að skipta svona oft um skoðun. Hann er miklu betri í almannatengslum en þetta. Ég veit að þetta hljómar heimskulega en þegar hann hellir sér út í eitthvað, óháð því hversu sjúkt eða rangt það er, þá kemst hann upp með það,“ sagði hún.

„Að þessu sinni skiptir hann sífellt um skoðun. Allt frá: „Þeir áttu ekki að fara inn,“ yfir í „Ég átti ekki möguleika,“ og að lokum „Gerið allt opinbert“. Nú er það svo ekki nóg fyrir hann. Ég held að sú staðreynd að hann heldur áfram að breyta þeim skilaboðum sem hann sendir frá sér komi upp um hann. Venjulega er það þannig að þegar hann tekur afstöðu þá heldur hann sig við hana, jafnvel þótt hún sé röng,“ sagði hún einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Í gær

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”