fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Ringulreið vegna einkavæðingar Vífilsstaða – „Allt er ýmist í lausu lofti, eða að þrotum komið“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. ágúst 2022 15:12

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvar eiga þeir að bíða sem ýtt er út úr bráðadeildum Landspítalans, en eiga ekki afturkvæmt heim?“ spyr Kristófer Ingi Svavarsson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilstöðum.

„Engin umræða fer fram um þetta, hér er engin „framtíðarsýn“, allt er ýmist í lausu lofti, eða að þrotum komið,“ segir hann.

Kristófer birtir grein á Vísir.is undir yfirskriftinni „Hugleiðing úr allt að því þrotabúi.“  

Allir ósammála

Þar rifjar hann upp að Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans sagði á dögunum að þrot blasi við á spítalanum að óbreyttu. „Manneklan sé óskapleg, þrotlausir erfiðleikar valdi því að spítalinn verði þrotabú innan skamms. Enginn eftir, enginn við störf! Þrot!“ skrifar Kristófer.

Hann bendir einnig á misræmi í málflutningi þeirra sem mest hafa um spítalann að segja, en Björn Zoega, stjórnarformaður Landspítalans, hefur sagt að vel komi til greina að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni og staðhæfði að undanfarin ár hafi fyrir einn „klínískan starfsmann“ verið ráðnir fjórir til fimm skrifstofumenn.

Skrifræðisófreskja?

„Það var og; Landspítalinn er sem sagt skrifræðisófreskja. Og hvar sitja þessir skriffinnar með fætur upp á borði og naga blýanta? Ekki hef ég séð neinn þeirra á Vífilsstöðum nýlega,“ segir Kristófer.

Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, er ósammála Birni og segir stjórnvöld bera ábyrgð á niðurskurði í heilbrigðiskerfinu.

Síðan er það heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, sem mótmælir því að spítalinn sé á leið í þrot. „Hann segir Landspítalann ekki á leið í þrot, nei, nei, nei. Vissulega vanti bæði fé í rekstur og menn í störf en þrot? Nei, nei!“ skrifar Kristófer.

Útboð á starfsemi Vífilsstaða

Og í vor ræddi Runólfur þær hugmyndir að bjóða út starfsemi Vífilstaða þar sem ekki væri hluti af „kjarnastarfsemi“ Landspítalans. „Einkavæða hana,“ bendir Kristófer á.

„Á Vífilsstöðum er ein af öldrunardeildum sjúkrahússins. Þar eru liðlega 40 rosknir sjúklingar hverju sinni sem hafa svonefnt „gilt færni- og heilsumat“ og bíða þess að fá dvalarpláss á hjúkrunarheimili. Um 500 manns á ári. Stundum er biðin skömm, stundum óralöng. Það sem vistmenn á Vífilsstöðum eiga sameiginlegt er að þeir eru svo sjúkir að þeir geta ekki dvalist heima hjá sér, þrátt fyrir heimahjúkrun og aðhlynningu ættingja og ástvina, en eru fæstir alveg í fjörbrotunum. Þetta fólk er ofurselt þeim þrautum sem iðulega fylgja ellinni og hljóta að teljast sjúkdómar. Allir þekkja böl kennt við þá James Parkinson og Alois Alzheimer, krabbamein, og alvarlega hjartasjúkdóma,“ segir Kristófer.

Hver er þessi „kjarni“?

Hann bendir á að ótal aðrir vágestir geri gömlu fólki líka lífið leitt: „Svo sem byltubeinbrot, hatrömm gigt, hnjáslit, jafnvægisröskun, meltingartruflun og veruleikaskyn á hverfanda hveli. Svo sitthvað sé nefnt. Oft herjar margt af þessu á sjúklinginn samtímis. Hvers vegna umönnun þessa fólks sé ekki hluti af „kjarnastarfsemi“ ríkisrekins háskólasjúkrahúss, eina sjúkrahúss landsmanna, er ofar mínum skilningi. Og hver er þessi „kjarni“? Eru öldrunardeildir í Landakoti og Fossvogi í honum, eða hyggjast menn bjóða rekstur þeirra út líka? Eða er „kjarninn“ landfræðilegt hugtak en ekki læknisfræðilegt? Allt utan Reykjavíkur því utan hans?“ spyr Kristófer.

Hvað verður um biðdeildina?

Hann segir starfsemi Vífilsstaða nú í lausi lofti eftir að tilkynnt var um útboð Sjúkratrygginga Íslands þar sem auglýst var eftir einhverjum til að reka almenna líknardeild fyrir 24 sjúklinga „þá sem væru við dauðans dyr, og skammtíma deild fyrir 16 manns, fólk sem færi heim að lokinni meðferð. Engin biðdeild!! Tilboðsfrestur til 15. júlí.“

Alla hafi rekið í rogastans og enginn viti neitt um framtíð starfseminnar – starfsfólk, sjúklingar, ættingjar og ástvinir bíða eftir upplýsingum, segir Kristófer sem kallar eftir þessum upplýsingum.

Hér má lesa grein Kristófers í heild sinni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum