fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
433Sport

Sögulegur dagur fyrir íslenskan kvennafótbolta

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. ágúst 2022 17:00

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru liðin 50 ár frá því að fyrsti leikur á Íslandsmóti í meistaraflokki kvenna var spilaður.

Árið 1972 voru átta lið skráð til leiks sem var skipt í tvo riðla. Spiluð var einföld umferð í hvorum riðli og mættust sigurvegarar í hvorum riðli í úrslitaleik um fyrsta Íslandsmeistaratitil í meistaraflokki kvenna.

Í A-riðli voru FH, Fram, Breiðablik og Þróttur þar sem Fram og Breiðablik mættust í opnunarleiknum. Úrslitin voru 3-2 sigur Fram.

Í B-riðli voru Ármann, Grindavík, Haukar og Keflavík. Þar mættust Ármann og Haukar í opnunarleiknum sem Ármann sigraði örugglega 4-0.

FH og Ármann sterkust

FH hafnaði í efsta sæti A-riðils með tvo sigra og eitt jafntefli, sem gaf þeim 5 stig. Á þessum tíma fékk lið tvö stig fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Í B-riðli bar Ármann af. Þær kláruðu riðilinn með fullt hús stiga og markatöluna 20:1.

Í úrslitaleiknum sem fram fór í Kópavogi þann 24. september mættust FH og Ármann. Niðurstaðan var 2-0 sigur FH, sem voru þar með krýndar Íslandsmeistarar.

Íslandsmeistarar heiðraðir

Íslenska kvennalandsliðið spilar heimaleik gegn Belarús föstudaginn 2. september. Íslandsmeistaraliði FH frá 1972 verður boðið á leikinn og þær heiðraðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Annað ‘Here we go’ komið frá Romano

Annað ‘Here we go’ komið frá Romano
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola vill ekki leikmann Newcastle og horfir til Barcelona

Guardiola vill ekki leikmann Newcastle og horfir til Barcelona