fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Sonur hjónanna sagður hafa lagt til atlögu við morðingjann með berum höndum – Sagður hafa verið með afsagaða haglabyssu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 05:47

Frá vettvangi á Blönduósi. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem skaut konu til bana á Blönduósi á sunnudaginn og særði eiginmann hennar lífshættulega var fæddur og uppalinn á Blönduósi. Hann er sagður hafa verið orðinn einrænn í seinni tíð.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segist hafa heimildir fyrir að skotmaðurinn hafi skotið fyrrum atvinnurekanda sinn. Eiginkona atvinnurekandans hafi verið sloppin út úr húsinu en hafi snúið aftur þegar hún heyrði skothvellinn.

Skotmaðurinn hafi þá beint byssunni að henni og skotið. Lést konan af völdum skotsins. Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að skotmaðurinn hafi verið með afsagaða haglabyssu.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að sonur hjónanna, sem var gestkomandi á heimilinu ásamt barnsmóður sinni og ungu barni, sé talinn hafa orðið vitni að morðinu á móður sinni. Þegar skotmaðurinn var að hlaða byssuna hafi sonurinn lagt í hann með berum höndum. Hafi þeim átökum lokið með að skotmaðurinn lést.

Syninum var sleppt úr haldi lögreglu á sunnudagskvöldið en hann er enn með stöðu sakbornings í málinu.

Faðir hans liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi og er í lífshættu að sögn lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast