fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
433Sport

Besta deildin: Leiknir vann KR í ótrúlegum leik – Loksins fær FH þrjú stig

Victor Pálsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 19:59

Mynd/FH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiknir Reykjavík vann svakalegan sigur á KR í Bestu deild karla í kvöld er liðin áttust við á Domusnovavellinum.

Um var að ræða einn fjörugasta leik sumarsins þar sem Leiknir tryggði sér sigur þegar tvær mínútur voru eftir.

Kjartan Henry Finnbogason og Kristinn Jónsson höfðu stuttu áður skorað tvö mörk fyrir KR til að koma leiknum í 3-3 en Leiknir var með 3-1 forystu lengi vel.

Zean Dalugge skoraði svo fyrir Leikni stuttu eftir þriðja mark KR til að tryggja ótrúlegan 4-3 sigur og dýrmæt þrjú stig í fallbaráttunni.

Það hlaut þó að koma að því en FH vann leik í Bestu deildinni er liðið mætti Keflavík á heimavelli í kvöld.

Keflavík spilaði manni færri alveg frá 6. mínútu en Kiam Williams fékk þá að líta beint rautt spjald.

FH hafði að lokum betur 3-0 þar sem Úlfur Ágúst Björnsson skoraði tvennu fyrir liðið.

Leiknir R. 4 – 3 KR
1-0 Daði Bærings Halldórsson(’11)
1-1 Bjarki Aðalsteinsson(’41, sjálfsmark)
2-1 Arnór Sveinn Aðalsteinsson(’45, sjálfsmark)
3-1 Emil Berger(’66)
3-2 Kjartan Henry Finnbogason(’81, víti)
3-3 Kristinn Jónsson(’83)
4-3 Zean Dalugge(’88)

FH 3 – 0 Keflavík
1-0 Ólafur Guðmundsson(’24)
2-0 Úlfur Ágúst Björnsson(’33)
3-0 Úlfur Ágúst Björnsson(’56)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segist vera hugrökk prinsessa og fékk mikið skítkast í kjölfarið – ,,Þú ert engin helvítis prinsessa, þú ert hóra“

Segist vera hugrökk prinsessa og fékk mikið skítkast í kjölfarið – ,,Þú ert engin helvítis prinsessa, þú ert hóra“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leeds vann deildina og Guðlaugur Victor féll – Luton féll annað árið í röð

Leeds vann deildina og Guðlaugur Victor féll – Luton féll annað árið í röð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mun betri eftir að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Hann veit það sjálfur“

Mun betri eftir að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Hann veit það sjálfur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Orða Antony við risaskref í sumar

Orða Antony við risaskref í sumar
433Sport
Í gær

Arsenal sagt hafa virkjað samtalið

Arsenal sagt hafa virkjað samtalið
433Sport
Í gær

Unnusti hennar í sviðsljósinu daglega en hún slær í gegn fyrir þennan magnaða hæfileika

Unnusti hennar í sviðsljósinu daglega en hún slær í gegn fyrir þennan magnaða hæfileika