Casemiro er mættur á Old Trafford. Hann er að ganga í raðir Manchester United. Myndband af kappanum fyrir utan leikvanginn birtist á samfélagsmiðlum áðan.
Brasilíumaðurinn er að ganga í raðir United frá Real Madrid. Þessi þrítugi miðjumaður fær fjögurra ára samning á Old Trafford.
Talið er að Casemiro fái númerið 18 hjá United, númer sem Paul Scholes bar á sínum tíma. Líklegt er að hann verði formlega kynntur til leiks hjá félaginu fyrir leikinn gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
United tapaði fyrsta leik tímabilsins gegn Brighton 1-2 og öðrum leiknum gegn Brentford 4-0. Í kvöld mætir liðið Liverpool. Ljóst er að það verður afar krefjandi verkefni.
Leikur Manchester United og Liverpool hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.
Casemiro has arrived at Old Trafford.#MUFC pic.twitter.com/BuW4SjLrzK
— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) August 22, 2022