fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Dagur fer ekki í formannsslaginn – Kristrún sögð ætla að tilkynna framboð á morgun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 06:07

Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í október en þá verður kosið um arftaka Loga Einarsson. Dagur útilokar hins vegar ekki þátttöku í landsmálum. Kristrún Frostadóttir, þingmaður, sem hefur verið orðuð við formannsframboð, mun að sögn boða til fundar með stuðningsfólki sínu á morgun og er talið að þar muni hún tilkynna um formannsframboð sitt.

Fréttablaðið hefur eftir Degi að hann hafi skynjað mikinn stuðning: „Fólk hefur kallað eftir nýrri ríkisstjórn sem yrði mynduð frá vinstri yfir á miðjuna svipað og í Reykjavík. En ég er að hefja nýtt kjörtímabil í borginni og á ekki sæti á þingi. Þess vegna var langsótt að ég byði mig fram til formennsku í flokknum.“

Dagur B Eggertsson ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar.

 

 

 

 

 

 

Aðspurður hvort það sé útilokað að hann bjóði sig fram til formanns sagði hann svo vera. Hans hlutverk sé frekar að styðja þá sem verða valdir til forystu og sagðist hann telja að það skipti mjög miklu að Samfylkingin nái fyrri styrk.

Þegar Dagur var spurður hvort hann hyggist bjóða sig fram til Alþingis sagðist hann aldrei hafa útilokað það en hafi heldur ekki stefnt sérstaklega að því.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Morgunblaðið skýrir síðan frá því í dag að Kristrún Frostadóttir muni boða stuðningsfólk sitt á fund á morgun og sé talið að þar muni hún kynna framboð sitt til formanns á landsfundinum. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að fundur Kristrúnar hefjist klukkan 15 á morgun í Iðnó. Kristrún vildi ekkert segja um málið nema hvað að fundarboð verði sent út á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist