fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Hryllingsárásin fyrir utan 203 Club: Um 15 vitni kölluð til í dómsal – Örlög Daníels og Raúl nú í höndum dómara

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 11:30

Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Daníel Zambrana Aquilar, 23 ára, og Raúl Ríos Rueda, 25 ára, fór fram í gær en þeir voru ákærðir fyrir tilraun til manndráps eftir hrottafengna árás á annan mann í mars síðastliðnum fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Austurstræti. DV sagði frá málinu í vor.

Sjá nánar: Réttað yfir Daníel og Raúl í ágúst – Ákært fyrir tilraun til manndráps

Mennirnir eru í ákærunni sagðir hafa ráðist að ætluðu fórnarlambi þeirra með ítrekuðum höggum og óþekktu stunguvopni, líklega skrúfjárni. Mun brotaþoli hafa hlotið samfall á báðum lungum, sár víða um líkama og aðra yfirborðsáverka á höfði, að því er fram kemur í ákæru sem DV hefur undir höndum.

Málið vakti óhug þegar það kom upp, en móðir brotaþola í málinu sagði frá því opinberlega á samfélagsmiðlum að enginn hefði komið syni henni til bjargar er ráðist var á hann. Sagði hún dyraverði á staðnum hafa fylgst með árásinni og að drengurinn hafi sjálfur þurft að koma sér að sjúkrabíl og óska þar eftir hjálp.

Aðalmeðferðin í málinu stóð yfir í heilan dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og voru samkvæmt upplýsingum DV um 15 vitni kölluð til. Voru þar á meðal sjónarvottar að árásinni, læknar og meðferðaraðilar auk viðbragðsaðila.

Dómari hefur nú fjórar vikur til þess að kveða upp dóm, en fordæmi eru fyrir þungum dómum í samskonar málum. Verði mennirnir fundnir sekir gætu þeir þannig átt von á nokkurra ára fangelsisdómi hið minnsta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum
Fréttir
Í gær

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“