fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Háttsettur rússneskur embættismaður sagður hafa sett sig í samband við Vesturlönd til að binda enda á stríðið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 08:00

Úkraínskir hermenn skoða ummerki eftir sprengjuregn Rússa. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háttsettur embættismaður í Kreml er sagður hafa sett sig í samband við vestræna stjórnarerindreka með leynd til að reyna að binda enda á stríðið í Úkraínu. Viðkomandi er sagður hafa sagt að stór hluti af elítunni í Moskvu hafi miklar áhyggjur af gangi máli og sé brugðið vegna víðtækra refsiaðgerða Vesturlanda.

Í skjali sem hefur verið dreift til vestrænna leyniþjónustustofnana segir að „fulltrúi úr innsta hring Pútíns hafi gefið í skyn að vilji sé fyrir hendi til að semja. Elítan í Kreml sé örvæntingarfull.“ The Mirror hefur séð þetta skjal.

Ekki er vitað hvaða rússneski embættismaður á í hlut en í skjalinu er hann sagður vera einn af „hornsteinum rússnesku stjórnarinnar“.

The Mirror hefur eftir úkraínskum stjórnarerindreka að það komi ekki á óvart ef háttsettir rússneskir embættismenn reyni að ná sambandi við vestrænar leyniþjónustustofnanir án vitundar Pútíns.

Hvort sem það er rússneskur embættismaður eða stjórnmálamaður sem gerist svo djarfur að lýsa því yfir að rétt sé að koma á friði í Úkraínu eða gagnrýnir Pútín þá er vitað mál að líf viðkomandi og fjölskyldu hans er í bráðri hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu