fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Segir að Rússar hafi yfirgefið 20.000 hermenn nærri Kherson

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 05:41

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vitaly Kim, héraðsstjóri í Kherson í Úkraínu, segir að Rússar hafi yfirgefið 20.000 hermenn sína á vesturbakka Dnipro vegna yfirvofandi sóknar Úkraínuhers. Hann segir að yfirmenn í rússneska hernum hafi flúið frá vesturbakkanum og skilið hermenn sína eftir.

Daily Mail skýrir frá þessu. Hann segir að Rússar séu að flytja stjórnstöðvar sína frá vesturbakkanum yfir á austurbakkann og skilji „heimska orka“ (það sem hann kallar rússneska hermenn) eftir.

Úkraínumenn hafa nú þegar sprengt þær þrjár brýr, sem Rússar höfðu á valdi sínu, á milli vestur- og austurbankanna í loft upp. Það þýðir að hermenn á vesturbakkanum eiga í erfiðleikum með að fá birgðir, liðsauka og við að hörfa undan Úkraínumönnum.

Kim sagði í gær að rússneskir herforingjar séu farnir að hörfa frá vesturbakkanum því þeir virðist óttast að falla eða verða handsamaðir af úkraínskum hermönnum. „Ég finn aðeins til, ekki mjög mikið, með þessum heimsku orkum sem hafa verið skildir eftir á hægri bakka Dnipro,“ skrifaði hann á Telegram.

Rússar náðu Kherson á sitt vald í mars þegar hersveitir þeirra ruddust út frá Krímskaga og lögðu undir sig stór svæði í suðurhluta Úkraínu. Borgin er hernaðarlega mjög mikilvæg því hún er við Dnipro ána sem skiptir Úkraínu í tvennt. Hún er einnig nærri strönd Svartahafsins sem tengir Úkraínu við verðmætar siglingaleiðir. Borgin hefur einnig mikið táknrænt vægi því þetta er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa náð á sitt vald.

Breska varnarmálaráðuneytið segir að jafnvel þótt Rússum takist að lagfæra fyrrgreindar brýr að miklu leyti þá verði þær áfram veikur hlekkur varðandi stöðu þeirra. Mörg þúsund hermenn á vesturbakkanum séu mjög líklega algjörlega háðir tveimur flotbrúm. Þar sem birgðaflutningar þeirra séu vandkvæðum háðir þá skipti miklu máli hversu miklum birgðum Rússar hafi safnað upp á vesturbakkanum hvað varðar hversu lengi þeir geta varist.

Bandaríska hugveitan the Institute for the Study of War telur að Rússar geti ekki lengur haldið svæðinu. Þeir muni ekki ráða við gagnsókn Úkraínumanna. Það sé ópraktískt og jafnvel ómögulegt að flytja skotfæri, eldsneyti og þungan búnað  yfir flotbrýr eða loftleiðis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“