fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Nú hefur Trump þetta í höndum sínum – Hefur frest til klukkan 21

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 08:00

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum gerði bandaríska alríkislögreglan FBI húsleit heima hjá Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, í Mar-a-Lago á Palm Beach í Flórída á mánudaginn. Nýjustu fréttir herma að leitin hafi beinst að leynilegum skjölum um kjarnorkuvopn.  The Washington Post skýrir frá þessu.  Málið virðist ætla að hafa þær afleiðingar sem bandarískar leyniþjónustustofnanir óttast. Að öfgahægrimenn blási á nýjan leik til baráttu gegn stjórnvöldum.

Í janúar á síðasta ári réðust stuðningsmenn Trump á þinghúsið í Washington D.C. Þeirra á meðal voru liðsmenn samtaka á borð við Proud Boys og Oath Keepers en bæði samtökin eru samtök öfgahægrimanna.

Trump rak upp hávært vein vegna húsleitarinnar og stuðningsfólk hans tók við sér og beindi spjótum sínum að núverandi forseta og ríkisstjórn og raunar kerfinu öllu sem það segir vinna gegn Repúblikönum. Íhaldssamir fjölmiðlar hafa látið reiði sína í ljós og nokkrir af fyrrum starfsmönnum Trump og stjórnmálamenn honum hliðhollir segja að einhverskonar stríðsástand ríki í kjölfar húsleitarinnar. New York Times skýrir frá þessu. Í því sambandi má velta fyrir sér hvort árás stuðningsmanns Trump á skrifstofu FBI i Ohio í gær tengist þessu.

Vopnaður maður reyndi að ryðjast inn á skrifstofur FBI í Ohio – Skotinn til bana

Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði á fréttamannafundi í gær að hann hefði samþykkt að FBI færi fram á húsleitarheimild hjá Trump. Hann sagði að vegna þess hversu umtalað málið sé hafi hann beðið dómstól um heimild til að gera húsleitarheimildina opinbera.

Segja að FBI hafi leitað að leynilegum skjölum um kjarnorkuvopn heima hjá Trump

CNN segir að nú sé málið í höndum Trump, það er að segja hvað varðar að gera húsleitarheimildina opinbera. Dómstóllinn, sem er með málið á sinni könnu, hefur gefið dómsmálaráðuneytinu fyrirmæli um að ráðfæra sig við Trump varðandi það hvort heimildin verði gerð opinber. Ef hann er á móti því verður hann að tilkynna dómstólnum það í síðasta lagi klukkan 21 í kvöld.

Segja sérfræðingar að nú sé þrýstingurinn á Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Í gær

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”