fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Vopnaður maður reyndi að ryðjast inn á skrifstofur FBI í Ohio – Skotinn til bana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 06:00

Merki FBI. Mynd: EPA/MICHAEL REYNOLDS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vopnaður maður, íklæddur skotheldu vesti, reyndi að ryðjast inn á skrifstofur bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, í Cincinnati í Ohio í gær. Maðurinn skaut úr naglabyssu og veifaði AR-15 árásarriffli áður en hann stakk af frá byggingunni í gærmorgun.

Hann flúði 500 kílómetra leið til Clinton County. Þar fann lögreglan hann á kornakri. Hann neitaði að gefast upp og þegar lögreglumenn nálguðust hann dró hann upp skammbyssu og skaut úr henni.

Lögreglan svaraði skothríðinni og skaut manninn til bana að sögn The New York Times.

NBC News segir að kennsl hafi verið borin á árásarmanninn síðdegis í gær. Hann hét Ricky Walter Shiffer. Hefur miðillinn heimildir fyrir að hann hafi tekið þátt í árás stuðningsmanna Donald Trump, þáverandi forseta, á þinghúsið þann 6. janúar á síðasta ári. Það hefur ekki enn verið staðfest opinberlega.

Shiffer birti myndir af sér á samfélagsmiðlum á fjöldafundi Donald Trump daginn áður en ráðist var á þinghúsið og hann hafði lýst yfir stuðningi við Proud Boys, sem eru samtök öfgahægri manna. The Washington Post skýrir frá þessu.

Shiffer skrifaði færslur á Truth Social, samfélagsmiðil Donald Trump, á síðustu dögum um að hann væri að undirbúa árás á FBI. Aðgangi hans þar var eytt í gærkvöldi.

Ekki er vitað hvort árásin í gær tengist húsleitinni sem FBI gerði heima hjá Donald Trump á mánudaginn en stuðningsmenn hans eru mjög óánægðir með hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því