fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Vopnaður maður reyndi að ryðjast inn á skrifstofur FBI í Ohio – Skotinn til bana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 06:00

Merki FBI. Mynd: EPA/MICHAEL REYNOLDS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vopnaður maður, íklæddur skotheldu vesti, reyndi að ryðjast inn á skrifstofur bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, í Cincinnati í Ohio í gær. Maðurinn skaut úr naglabyssu og veifaði AR-15 árásarriffli áður en hann stakk af frá byggingunni í gærmorgun.

Hann flúði 500 kílómetra leið til Clinton County. Þar fann lögreglan hann á kornakri. Hann neitaði að gefast upp og þegar lögreglumenn nálguðust hann dró hann upp skammbyssu og skaut úr henni.

Lögreglan svaraði skothríðinni og skaut manninn til bana að sögn The New York Times.

NBC News segir að kennsl hafi verið borin á árásarmanninn síðdegis í gær. Hann hét Ricky Walter Shiffer. Hefur miðillinn heimildir fyrir að hann hafi tekið þátt í árás stuðningsmanna Donald Trump, þáverandi forseta, á þinghúsið þann 6. janúar á síðasta ári. Það hefur ekki enn verið staðfest opinberlega.

Shiffer birti myndir af sér á samfélagsmiðlum á fjöldafundi Donald Trump daginn áður en ráðist var á þinghúsið og hann hafði lýst yfir stuðningi við Proud Boys, sem eru samtök öfgahægri manna. The Washington Post skýrir frá þessu.

Shiffer skrifaði færslur á Truth Social, samfélagsmiðil Donald Trump, á síðustu dögum um að hann væri að undirbúa árás á FBI. Aðgangi hans þar var eytt í gærkvöldi.

Ekki er vitað hvort árásin í gær tengist húsleitinni sem FBI gerði heima hjá Donald Trump á mánudaginn en stuðningsmenn hans eru mjög óánægðir með hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri