fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Eldgosið á Tonga spúði miklum sjó upp í lofthjúpinn – Dugði í 58.000 sundlaugar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 07:30

Frá gosinu við Tonga þann 15. janúar. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar neðansjávareldfjallið Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai gaus þann 15. janúar síðastliðinn myndaðist flóðbylgja sem og öflugt hljóðhögg sem fór tvo hringi í kringum jörðina. En gosið sendi líka gríðarlegt magn af sjó upp í lofthjúpinn.

Miðað við gögn sem bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur þá mun þetta mikla magn af sjó líklega valda tímabundinni hlýnun á jörðinni. Sjórinn, sem þeyttist upp í lofthjúpinn, myndi duga til að fylla 58.000 sundlaugar, það er sundlaugar af þeirri stærð sem eru notaðar á Ólympíuleikum.

Þessi gögn koma frá Aura gervihnetti NASA sem mælir uppgufun, ósonlagið og annað er við kemur lofthjúpnum.  CNN skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í Geophysical Research Letters.

Í tilkynningu frá NASA er haft eftir Luis Milánlofthjúpsvísindamanni hjá NASA, að vísindamenn stofnunarinnar hafi aldrei áður séð neitt þessu líkt. Þeir hafi þurft að skoða allar mælingarnar mjög nákvæmlega til að ganga úr skugga um að þær væru traustar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Í gær

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“