fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Undirbúa sig undir stórorustu í suðurhluta Úkraínu – Telur hugsanlegt að um blekkingu sé að ræða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 05:40

Úkraínskur hermaður í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæði Úkraína og Rússland virðast vera að undirbúa stórorustu um suðurhluta Úkraínu. Rússar eru að flytja hersveitir frá Donbas til suðurhluta landsins og Úkraínumenn segja að sókn þeirra sé þegar hafin.

Rússar hafa ekki látið mikið uppi en vitað er að þeir eru að flytja hersveitir og hergögn til suðurhluta Úkraínu þar sem margir reikna með að hörð átök muni geisa næstu vikur og jafnvel mánuði.

En enn er óljóst hversu mikla áherslu ríkin munu leggja á hernað á svæðinu. Jacob Kaarsbo, sérfræðingur hjá hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum sérfræðingur hjá leyniþjónustu danska hersins, sagði í samtali við Ekstra Bladet að margt bendi til að barist verði um Kherson en ekki sé útilokað að um blekkingu sé að ræða.

Bandarískar leyniþjónustustofnanir segja að Rússar séu að undirbúa „sviðsetta þjóðaratkvæðagreiðslu“ í Kherson og Zaporizhzhy, sem eru í suðurhluta Úkraínu, um að svæðin verði hluti af Rússlandi. Rússar fara nú með stjórn á þessum svæðum. Þetta er sama aðferð og þeir beittu þegar þeir innlimuðu Krím 2014. Bandaríkjamenn telja að atkvæðagreiðslan muni hugsanlega fara fram í september. Þetta er ein af ástæðunum fyrir að Úkraínumenn hafa blásið til sóknar á þessu svæði.

Kaarsbo benti á að ef sókn Úkraínumanna beri árangur verði erfiðara fyrir Rússa að innlima svæðin.

Víglínan nær nú frá Kharkiv í norðri til Kherson í suðri. Her Rússa hefur mjakast hægt áfram í sókn sinni í Donbas en á sama tíma hefur sókn Úkraínumanna í Kherson gengið ágætlega. Meðal annars vegna HIMARS flugskeytakerfanna sem Bandaríkin hafa látið þeim í té. Úkraínumenn hafa meðal annars sprengt fjölda skotfærageymsla Rússa og gera þeim erfitt fyrir að halda uppi linnulausri stórskotaliðshríð eins og þeir eru þekktir fyrir að gera.

En það er ekki bara HIMARS sem styður að Úkraínumönnum muni ganga vel í orustunni um suðurhluta landsins. Mikið mannfall rússneska hersins hefur í för með sér að þeir hermenn sem eru sendir í víglínuna verða sífellt verri því þá skortir þjálfun og reynslu.

Í greiningu The Institute for the Study of War segir að undirbúningur Úkraínumanna og fyrstu hernaðaraðgerðir þeirra í Kherson, í bland við dramatíska veikingu rússnesku hersveitanna, virðist gera að verkum að í fyrsta sinn í stríðinu séu það Úkraínumenn sem ráða ferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum