fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Telur gosið vera fimm til tíu sinnum stærra en gosið í fyrra

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 06:03

Meradalir í gær. Mynd:Fréttblaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, telur að gosið, sem hófst í Meradölum í gær, sé fimm til tíu sinnum stærra en gosið í Geldingadölum í fyrra. Gossprungan, sem opnaðist í gær, var um þrjú hundruð metra löng og gaus á henni allri. Morgunblaðið skýrir frá þessu.

Mælingar vísindamanna hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sýndu að hraunrennslið var 32 m3/s á fyrstu klukkustundum gossins. Frá þessu var skýrt á Facebooksíðu Jarðvísindastofnunar. Þar segir að sprungan liggi í NNA upp í hlíðar vestasta Meradalahnjúksins. Hún sé um einn kílómetra norðaustur af megingígnum sem var virkur í gosinu í Fagradalsfjalli í fyrra en það gos stóð yfir í sex mánuði.

Ekki er talið að gosið ógni byggð eða mannvirkjum eins og er. Meira gas fylgir þessu gosi en síðasta gosi og sagði Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, að það sé af því að nú komi meiri kvika upp en síðast. Þarf fólk því að varast að fara ofan í dældina og dalinn þegar það heimsækir gosið.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu telja vísindamenn að gosið í fyrr og nú geti markað upphaf nýs gostímabils á Reykjanesskaga. Síðustu Reykjaneseldar stóðu yfir í um 30 ár en þeir voru á þrettándu öld.

Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, sagði í samtali við Fréttablaðið  að hraun myndi líklega flæða upp úr dalverpinu í nótt og ofan í Meradali. Hann sagði líklegast að hraunið renni þá niður í Meradali en ekki sé útilokað að það renni norður fyrir. Hvað varðar innviði sagði hann þeim ekki stafa ógn af gosinu í bili en ef það gjósi í nokkra mánuði geti það breyst.

Margir lögðu leið sína að gosstöðvunum í gær en talið er að um 10.000 manns hafi verið þar í gærkvöldi ef miða má við fjölda farsíma sem tóku við skilaboðum sem Almannavarnir sendu á fólk við gosstöðvarnar um klukkan 18.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndráp í Kiðjabergi: Gæsluvarðhald tveggja manna framlengt til 10. maí

Manndráp í Kiðjabergi: Gæsluvarðhald tveggja manna framlengt til 10. maí