fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Mikil skjálftavirkni á Reykjanesi – yfir sjöhundruð skjálftar í nótt

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. ágúst 2022 08:38

Keilir Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stöðug skjálftavirkni hefur verið í nótt á Reykjanesi og allnokkrir skjálftar mælst yfir 4 að stærð. Um kl hálf 7 höfðu ríflega 700 skjálftar mælst á Reykjanesi frá miðnætti samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu. Engin merki um gosóróa hafi þó mælst.

Um kl.3.14 í nótt varð skjálfti af stærðinni 4,3 við suðurenda Fagradalsfjalls. Skjálftinn fannst vel á Suðvesturhorninu og hafa Veðurstofunni borist tilkynningar allt austur úr Fljótshlíð um að skjálftans hafi orðið vart. Skjálftinn var á 3,8 km dýpi og má gera ráð fyrir að um gikkskjálfta hafi verið að ræða líkt og fyrr í kvöld þegar skjálfti af stærðinni 5,4 átti upptök sín nærri Grindavík.

Réttu um tíu mínútum síðar barst ritstjórn önnur tilkynning um skjálfta af svipaðri stærðargráðu, nú 4,2 af stærð og norðvestur af Þorbirni.

Um kl.6.27 Þá mældist skjálfti upp á 4,7 um hálfan kílómetra vestur af Litla Hrút. Skjálftinn mældist á 3,8 km dýpi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna