fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
433Sport

Ten Hag um frammistöðu Man Utd: Ekki ásættanlegt

Victor Pálsson
Laugardaginn 30. júlí 2022 21:05

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var óánægður með frammistöðu liðsins í dag gegn Atletico Madrid.

Man Utd tapaði leiknum 1-0 gegn Atletico í dag í hörkuleik þar sem alls átta gul spjöld fóru á loft.

Miðjumaðurinn Fred fékk að líta rautt spjald hjá Man Utd undir lok leiks en Joao Felix skoraði eina mark spænska liðsins.

Ten Hag segir að liðið hafi náð að skapa sér fullt af færum í leiknum en nýtingin var ekki ásættanleg.

,,Að lokum snýst þetta um úrslitin og þau voru ekki góð. Þú þarft að nýta tækifærin ef þú ert að búa þau til,“ sagði Ten Hag.

,,Við sköpuðum mörg færi en gátum ekki skorað eitt mark, ég er ekki ánægður. Ég hef sagt liðinu að þetta sé ekki ásættanlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham
433Sport
Í gær

Mourinho vill versla frá Liverpool í sumar

Mourinho vill versla frá Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool