fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Fengu tilkynningu um 200 særða í skotárásinni í Fields

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 05:48

Frá vettvangi þann 3. júlí. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar maður hóf skothríð í Fields verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum hljóðuðu fyrstu tilkynningar til Hovedstadens Beredskab, sem sér meðal annars um sjúkraflutninga í Kaupmannahöfn, upp á að allt að 200 manns væru særðir.

Þetta kemur fram í skýrslu um útkallið sem TV2 hefur fengið aðgang að.

Tim Ole Simonsen, aðgerðarstjóri, sagði í samtali við TV2 að tilkynningin hafi verið þess eðlis að nauðsynlegt hafi verið að bregðast við henni af miklum þunga.

„200 særðir er mjög mikill fjöldi miðað við danskar aðstæður. Það þýðir að við sendum mikið björgunarlið á vettvang og óskum eftir aðstoð frá fleiri aðilum í nágrenninu,“ sagði hann.

Þrír létust í árásinni og fjórir særðust lífshættulega en eru allir úr lífshættu. Þrír til viðbótar urðu fyrir minniháttar meiðslum af völdum skota og um tuttugu meiddust þegar þeir flúðu út úr verslunarmiðstöðinni.

Í heildina var 31 sjúkrabíll sendur á vettvang auk fjölda neyðarlækna og ökutækja til sjúkraflutninga.

Simonsen sagðist ekki telja það hafa verið mistök að brugðist hafi verið við tilkynningunni um 200 særða af svo miklum þunga. Það sé betra að bregðast við af meiri þunga en þörf sé á ef mannslíf séu að veði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst