fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Ný og óvenjuleg langtímaáhrif COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 06:07

Það eru til margar veirur, mishættulegar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir glíma við langvarandi COVID-19 og líða vikur eða mánuðir þar til fólk jafnar sig að fullu en sumir virðast því miður ekki jafna sig að fullu. Misjafnt er hvernig þessi langvarandi einkenni eru en margir glíma til dæmis við þreytu.  Í nýrri breskri rannsókn fundust nokkur ný langtímaeinkenni COVID-19 og er óhætt að segja að sum þeirra séu frekar óvenjuleg.

Sky News segir að vísindamenn við University of Birmingham hafi gert rannsóknina sem byggist á sjúkraskýrslum 2,4 milljóna Breta. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Medicine.

Tíðni langvarandi COVID-19 er hæst meðal kvenna, fólks á aldrinum 35 til 69 ára, fólks sem býr við kröpp kjör, fólks sem vinnur við félagslega þjónustu, kennslu, í heilbrigðiskerfinu og hjá þeim sem glíma við vanheilsu eða fötlun.

Þreyta er algengasta einkennið en 55% sögðust glíma við þreytu, 32% glímdu við mæði, 23% við hósta og 23% við beinverki.

Í rannsókninni kom einnig fram að meðal annarra einkenna eru: minnisleysi, hreyfistol, erfiðleikar við að hafa stjórn á hægðum, ofskynjanir, bólgur í útlimum, hármissir og erfiðleikar við að stunda kynlíf.

Þetta er í fyrsta sinn sem hármissir og erfiðleikar við að stunda kynlíf komast á lista yfir langtímaeinkenni COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“