fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Ný rannsókn – Refir éta mjög mikið af hundaskít

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 31. júlí 2022 07:30

Breskur refur á hlaupum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundaskítur er auðveld og hitaeiningarík máltíð fyrir refi. En það er ekki hættulaust fyrir þá að éta hundaskít að sögn vísindamanns.

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að refir í norðurhluta Bretlands, í skosku hálöndunum, hafa breytt mataræði sínu að hluta og éta nú töluvert af hitaeiningaríkum hundaskít.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá University of Aberdeen að sögn Videnskab.

Fram kemur að rannsóknin hafi beinst að því að rannsaka sambýli skógarmarðar og refa með því að rannsaka mataræði þeirra. Til að gera það var saursýnum frá báðum tegundunum safnað og þau send í DNA-rannsókn.

Þá kom í ljós að tæplega 40% af því DNA sem fannst í refaskítnum var hunda-DNA. Ástæðan er einfaldlega sú að refir éta hundaskít.

Vísindamennirnir segja að hundaskítur sé næstum því jafn hitaeiningaríkur og venjulegt fæði refa. Það sé miklu auðveldara fyrir þá að verða sér úti um hundaskít en einhverja bráð og því éti þeir hann. Einnig er oft lítið um fæðu í Cairngormskfjöllunum, þar sem sýnin voru tekin, en þau eru vinsæll staður til að fara með hunda í göngutúr og því kannski ekki furða að refir éti hundaskít þegar lítið er um fæðu.

Cristian Navarro, meðhöfundur rannsóknarinnar, segir í fréttatilkynningunni að það sé ekki hættulaust fyrir refina að éta hundaskít. Sjúkdómar og sníkjudýr geti borist í þá úr hundum.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Ecology and Evolution.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá