fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Bayern er búið að opna samtalið við þá sem standa Harry Kane næst

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. júlí 2022 12:00

Harry Kane / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FC Bayern er byrjað að undirbúa næsta sumar ef marka má frétt Bild í dag. Þar segir að þýska stórveldið sé byrjað að ræða við umboðsmann Harry Kane.

Þar segir að Bayern vilji reyna að kaupa Kane eftir ár þegar hann mun aðeins eiga ár eftir af samningi sínum við Tottenham.

Kane vildi ólmur fara frá Tottenham fyrir ári síðan en ítrekuðum tilboðum Manchester City var hafnað.

Kane er 28 ára gamall og er sagður vilja klára feril sinn með nokkra titla í poka sínum. Slíkt hefur reynst erfitt hjá Tottenham en Bayern er í áskrift að titlum í heimalandi sínu.

Bild segir að Bayern hafi fengið góð viðbrögð frá umboðsmanni Kane um að hann gæti verið klár í að ganga í raðir þýska stórliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mancini að taka að sér áhugavert starf

Mancini að taka að sér áhugavert starf
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír miðjumenn orðaðir við United – Sagðir vilja fá inn leikmann í janúar

Þrír miðjumenn orðaðir við United – Sagðir vilja fá inn leikmann í janúar